Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 01:00

LPGA: Ólafía komst ekki g. niðurskurð

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir lokið leik á 2. hring  Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G og reyndar keppninni líka því hún komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hún lék á 2 yfir pari, 73 höggum – Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 5 skolla.

Ólafía Þórunn lék samtals á sléttu pari, 142 höggum (69 73).

Niðurskurðarlínan var miðuð við 2 undir pari eða betra og var Ólafía því 2 höggum frá því að ná niðurskurði.

Þetta var 14. LPGA mót Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili en hún hefir aðeins náð niðurskurði 4 sinnum.

Við að ná ekki niðurskurði fer hún enn neðar á stigalista LPGA, úr T-125  stöðu í 130. sætið, en hún þarf að vera meðal efstu 100 í árslok til þess að halda spilarétti sínum á LPGA.

Á undanförnum mótum hefir Ólafía Þórunn verið mjög nálægt því að komast gegnum niðurskurð og vonandi að hún fari að hafa lukkuna sín megin!!! Enn er um næg mót fyrir Ólafíu að spila í til þess ná 100. sætinu eða betra, annars þarf hún aftur að fara í Q-school vilji hún halda í keppnisrétt sinn á LPGA.

Efstar og jafnar á Walmart mótinu eru þær Minjee Lee frá Ástralíu og Nasa Hataoka frá Japan, báðar á 13 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: