Önnur mynd en sú sem birtist af Ólafíu með íslenska fánann í Women&Golf en allt eins góð … ef ekki betri…
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2017 | 16:30

LPGA: Ólafía á flottu skori e. 1. hring Volvik -3 þ.e. 69 höggum!!!

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, kom inn á flottu skori eftir 1. hring Volvik mótsins, sem hófst í dag, í Ann Arbor, Michigan.

Ólafía hefir nú nýlokið við 1. hring og er á 3 undir pari, 69 höggum.

Á hringnum í dag fékk hún 4 fugla og 1 skolla.

Í efsta sæti, sem stendur, en fjölmargar eiga eftir að ljúka hringjum sínum, er bandaríski kylfingurinn Cydney Clanton en hún er á 5 undir pari, en eins og segir eiga eiga hún og fjölmargar aðrar eftir að ljúka hringjum sínum, þannig að staðan er fljót að breytast.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvik mótinu SMELLIÐ HÉR: