Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 05:00

LPGA: Ólafía á 77 e. 1. dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur nú þátt í 8. móti sínu á LPGA mótaröðinni.

Það nefnist Mediheal Championship og fer fram í Daly City í Kaliforníu.

Ólafía Þórunn lék 1. hring á 5 yfir pari, 77 höggum og er T-120 af 144 keppendum.

Sem stendur er niðurskurður miðaður  við 1 yfir pari eða betra.

Ólafía hefir aðeins komist tvívegis í gegnum niðurskurð það sem af er keppnistímabils og virðist vera í lægð sem stendur.

Vonandi er að úr rætist!!!

Til þess að sjá stöðuna á Mediheal Championship SMELLIÐ HÉR: