Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía á 74 e. 1. dag í Malasíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf í nótt keppni á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu, sem er 24. mótið sem hún spilar í á LPGA mótaröðinni.  Þátttakendur í mótinu eru 77.

Ólafía lék á 3 yfir pari, 74 höggum; á hring þar sem hún fékk 1 fugl, 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla og er sem stendur jöfn öðrum í 61. sæti (T-61).

Ólafía fer út á 2. hring Sime Darby kl. 9:01 að staðartíma í Malasíu (kl. 1:01 í nótt hjá okkur hér á Íslandi).

Forystukona fyrsta dags er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, en hun átti stórglæsilegan hring upp á 64 högg!

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu SMELLIÐ HÉR: