Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 06:30

LPGA: Ólafía á 74 á 2. degi í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur s.s. alþjóð veit þátt í ISPS Handa Women´s Australian Open.

Á þessari stundu (kl. 6:30) er óvíst hvort Ólafía kemst í gegnum niðurskurð.

Hún er samtals búin að spila á sléttu pari 146 höggum (72 74). Á 2. hringnum fékk Ólafía 3 fugla og 4 skolla.

Sem stendur er niðurskurður miðaður við slétt par eða betra og dansar Ólafía því alveg á niðurskurðarlínunni en er þó enn réttum megin við hana.

Margar eiga þó eftir að ljúka leik.

Fylgjast má með stöðunni á ISPS Handa Women´s Australian Open mótinu með því að SMELLA HÉR: