Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 13:45

LPGA: Ólafía á 74 2. dag á Evían – Spenna hvort hún nær niðurskurði!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, lék 2. hringinn á Evían risamótinu á 3 yfir pari, 74 höggum.

Hún átti afar erfiða byrjun; fékk skolla þegar á 2. holu og síðan þrefaldan skolla á 3. holu, sem henni tókst að taka aftur með fuglum á 7. og 9. holu.

En þegar á 10. fekk Ólafía aftur skolla, en tókst síðan að finna jafnvægi í leik sínum og spilaði afganginn af hringnum á parinu.

En 3 yfir pari á 2. degi staðreynd og nú er hún T-63 þ.e. jöfn 9 öðrum í 63. sæti, en 70 efstu og þær sem jafnar eru í 70. sæti komast í gegnum niðurskurð og fá að spila lokahringinn á morgun.

Já, það er spenna hvort Ólafía nær niðurskurði og í augnablikinu byggist það á því hvernig öðrum keppendum í risa-mótinu farnast.

Fylgjast má með stöðunni á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: