Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2017 | 06:00

LPGA: Ólafía á 70 – lauk keppni T-67 í Taíwan

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni sl. nótt í Taíwan, á Swinging Skirts mótinu, jöfn 5 öðrum, þ.á.m. Michelle Wie, í 67. sæti.

Hún átti glæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 70 höggum, þar sem hún fékk 3 fugla og 1 skólla.

Samtals lék Ólafía á 12 yfir pari, 300 höggum (76 77 77 70).

Sigurvegari mótsins var Eun-Hee Ji frá S-Kóreu en sigurskorið var 17 undir pari og átti Ji heil 6 högg á þá sem varð í 2. sætinu, en það er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko.

Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts í heild SMELLIÐ HÉR: