Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 18:00

LPGA: Ólafía á +5 e. 2. dag á Pinehurst 6

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti erfiðan dag á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina.

Hún hefir nú nýlokið 2. hring sem hún lék á 5 yfir pari, 77 höggum.

Skorkortið hennar var ansi skrautlegt, en á því mátti sjá 2 fugla, 11 pör,  3 skolla og 2 skramba.

Ólafía Þórun hefir því samtals spilað á 9 yfir pari, 153 höggum (76 77) … en það eru 6 hringir eftir og nægur tími til þess að bæta skorið …. en það þarf helst að byrja á að bæta það strax á næsta hring!!!

Sem stendur er Ólafía Þórunn T-83 af 106 þátttakendum í lokaúrtökumótinu

Efst í lokaúrtökumótinu er tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova á 8 undir pari, 135 höggum (70 66) og það var eitthvað svoleiðis sem maður var að óska Ólafíu okkar.  En vonandi kemur þetta allt saman næstu 6 hringi!!! Þetta er maraþon en ekki spretthlaut!!!

Til þess að sjá stöðuna á LPGA lokaúrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: