Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 10:00

LPGA: Ólafía á +4 e. 1. dag í Kaliforníu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf keppni í gær á Hugel-JTBC LA Open, sem er 7.  mótið, sem hún tekur þátt í, á þessu keppnistímabili á LPGA mótaröðinni í ár, þ.e. sterkustu mótaröð heims!!!

Ólafía Þórunn lék 1. hring á 4 yfir pari, 75 höggum og er T-96 af 144 keppendum.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 2 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Hún verður að eiga býsna góðan hring í dag til þess að komast í gegnum niðurskurð, sem þessa stundina er miðaður við 2 yfir pari eða betra.

Sem stendur er Ólafía Þórunn í 113. sæti stigalistans, en hún þarf að vera í 100. sæti til þess að halda spilarétti sínum á LPGA, í lok keppnistímabils – það virðist langur vegur þangað og mörg mót sem eftir er að spila í – en það er betra að forðast að fara of langt frá 100. sætinu – Hér gildir að halda sér í tveggja stafa tölu!!!

Það er vonandi að Ólafía nái niðurskurði í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna á Hugel-JTBC LA Open SMELLIÐ HÉR: