Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía á -2 e. 1. dag í Flórída – Fer út kl. 13:42 í dag – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur nú þátt í lokamóti LPGA í ár, sem fram fer í Naples, Flórída.

Þátttakendur eru aðeins 74 og verðlaunafé með því hæsta sem gerist á LPGA.

Ólafía Þórunn kemst á mótið vegna góðrar frammistöðu á nýliðaári sínu á LPGA, þar sem hún náði að ljúka keppnistímabilinu í 80. sæti stigalistans.

Eftir 1. dag á mótinu í Naples er Ólafía Þórunn T-18, þ.e. jöfn 17 öðrum kylfingum í 18. sæti.

Þær 17 sem deila 18. sætinu með Ólafíu eru margar meðal þekktustu kylfinga heims og nægir þar að nefna nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Shanshan Feng, nr. 6 á Rolex heimslista kvenna, þ.e. sænska kylfinginn Önnu Nordqvist, og þá sem er nr. 7 IK Kim. 

Nr. 4 á heimslistanum, Lexi Thompson er í sæti fyrir neðan Ólafíu og hinar þ.e. T-36

Ólafía lék á 2 undir pari, 70 höggum, fékk 1 fugl, 14 pör og 3 skolla.

Sjá má stöðuna á lokamóti LPGA með því að SMELLA HÉR:

Ólafía á síðan rástíma kl. 8:42 að staðartíma sem er kl. 13:42 að okkar tíma