Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía á +1 eftir 9 holur 2. hrings Texas Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er sem stendur að spila 2. hring á VOA LPGA Texas Classic mótinu.

Eftir 9 holur á 2. hring er Ólafía á 1 yfir pari, búin að fá 2 skolla (á 1. og 2. holu) og 1 fugl (á 3. holu) en halda jöfnu eftir það.

Hins vegar hefir Ólafía aðeins færst niður skortöfluna er sem stendur T-8.

Áfram svona Ólafía …. bara 9 holur eftir!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: