Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 13:35

LPGA: Ólafía á -1 e. fyrri 9 á 1. hring Evían – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir hafið 1. hring á Evían risamótinu, sem að venju fer fram í Evian les Bains, í Frakklandi.  Þetta er 5. og síðasta risamótið á árinu í kvennagolfinu.

Ólafía hóf leik á 10. teig og með henni í ráshóp eru, sem fyrr segir, vinkona hennar Angel Yin og Kim Kaufman, báðar frá Bandaríkjunum.

Eftir fyrstu 9 er Ólafía Þórunn á 1 undir pari; hefir fengið 3 fugla og 2 skolla – Frábær frammistaða þetta!!!!

Sem stendur er Ólafía T-23 en er að rokka milli þess að vera í 22.-24. sæti í mótinu; en á tímabili eftir að hún hafði fengið 3 fugla í röð á (13.-15. braut) þ.e. 4.-6. holu Ólafíu Þórunnar í dag fór hún upp í 10. sætið.

Þetta er svo frábært og vonandi að næstu 9 spilist eins vel!!! Áfram Ólafía Þórunn!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu og stöðunni á Evían risamótinu SMELLIÐ HÉR: