Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 12:15

LPGA: Nýliðinn Paula Reto leiðir þegar Yokohama Tire LPGA Classic er hálfnað

Það er nýliðinn á LPGA Paula Reto, frá Suður-Afríku, sem leiðir þegar Yokohama Tire LPGA Classic er hálfnað.

Mótið fer fram á hinum fræga RTJ Trail í Prattville, Alabama, nánar tiltekið Senator golfvellinum á Senator Hill.

Reto hefir átt tvo frábæra hringi, hefir spilað á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66).

Í 2. sæti MJ Hur frá Suður-Kóreu, sem vakið hefir athygli fyrir frábært spil að undanförnu, en hún varð m.a. T-3 í Evian Masters risamótinu. Hur er 3 höggum á eftir Reto.

Í 3. sæti er síðan sú sem á titil að verja en það er Stacy Lewis, frá Bandaríkjunum, sem samtals er búin að spila á 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: