Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2015 | 09:00

LPGA: NY Choi sigraði á Walmart mótinu!

Það var Na Yeon Choi oft nefnd NY eftir samnefndri borg, frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Walmart NW Championship.

Choi lék á samtals 15 undir pari.

Í 2. sæti var kona sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflum í móti en það er fyrrum nr. 1 á heimslistanum japanski kylfingurinn Ai Miyazato.  Hún lék á samtals 13 undir pari og var því 2 höggum á eftir sigurvegaranum.

Þriðja sætinu deildu síðan 3 kylfingar: Anna Nordqvist frá Svíþjóð, bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis og Azahara Muñoz frá Spáni, allar á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Walmart NW Championship SMELLIÐ HÉR: