Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2014 | 07:00

LPGA: NY Choi leiðir fyrir lokahringinn á Bahamas

Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu leiðir fyrir lokahringinn á Pure Silk Bahamas LPGA Classic.

Hún er búin að spila á samtals 15 undir pari, 204 höggum (79 68 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er bandarísk-mexíkanska stúlkan Lizette Salas, sem enn er á höttunum eftir 1. sigri sínum á LPGA.

Þriðja sætinu deila síðan Paula Creamer og Jessica Korda á samtals 12 undir pari, 207 höggum þ.e. 3 höggum á eftir Choi.

Þrjár deila 5. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis og sex deila 8. sætinu þ.á.m hin 16 ára Lydia Ko og Michelle Wie.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: