Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 11:45

LPGA: Nordqvist leiðir e. 1. dag – Ólafía T-79 – fer út kl. 16:15 í dag – Fylgist með HÉR!

Eftir 1. hring á Shoprite Classic mótinu er það sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sem leiðir á glæsilegum 7 undir pari, 64 höggum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  lék 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum og er T-79 eftir 1. hring.

Því miður var niðurskurðarlínan eftir 1. dag dregin við 1 yfir pari og betra og Ólafía því 1 höggi undir línunni og verður að gefa í ætli hún sér að gulltryggja það að komast í gegnum niðurskurð.

Ólafía Þórunn fer út kl. 12:15 að staðartíma í dag (þ.e. kl. 16:15 að íslenskum tíma).

Þess mætti geta að nr. 3 á heimslistanum So Yeon Ryu, sem með góðri frammistöðu í mótinu átti tækifæri á að hreppa toppsæti Rolex-heimslista kvenna lék 1 höggi lakar en Ólafía þ.e. á 74  höggum og fátt sem virðist koma í veg fyrir að hin unga Ariya Jutanugarn verði fyrsti kvenkylfingur frá Thaílandi til að verma efsta sæti Rolex-heimslistans á mánudaginn nk.

Fylgjast má með gengi Ólafía Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: