Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 07:44

LPGA: Nomura efst í Texas – Ólafía T-34 – Hápunktar 2. dags

Það er hin japanska Haru Nomura, sem er í forystu í hálfleik á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC.

Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65).

Í 2. sæti er Ariya Jutanugarn á samtals 8 undir pari og í 3. sæti norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 7 undir pari.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk 2. hring T-34 þ.e. er jöfn og deilir 34. sætinu með 9 öðrum kylfingum þ.á.m. nr. 5 á Rolex-heimslista kvenna, Lexi Thompson.

Ólafía Þórunn er þar með komin í gegnum niðurskurð í 3. sinn af 6 LPGA mótum, sem hún hefir spilað í.

Á 2. hringnum góða, sem spilaðist upp á 4 undir pari, 67 högg,  fékk Ólafía 5 fugla, 12 pör og 1 skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn á 1 undir pari, 141 höggi (74 67).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Volunteers of America Texas Shootout presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: