Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2021 | 18:00

LPGA: Nelly Korda vann fyrsta risatitil sinn á KPMG Women´s PGA meistaramótinu!

KPMG Women’s PGA Championship fór fram 24.-27. júní nú í ár í Johns Creek, Georgíu.

Nelly Korda sigraði á mótinu og vann þar með fyrsta risatitil sinn.

Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Korda $675,000 (uþb. 85 milljónir).

Þetta var 8. atvinnumannssigur Korda og sá 6. á LPGA. Jafnframt var þetta 3. LPGA sigur hennar nú í ár! Áður hefur hún nú í ár sigrað á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu, 28. febrúar og í Meijer LPGA Classic í síðustu viku (20. júní 2021)

Sigurskor Nelly var 19 undir pari, 269 högg (70 – 63 – 68 – 68) og jafnaði hún þar með lægsta skor í þessu 55 ára gamla risamóti, sem 3 aðrar eiga með henni: Inbee Park (2015); Yani Tseng (2011) og Cristie Kerr (2010).

Í 2. sæti í mótinu 3 höggum á eftir Nelly (á samtals 16 undir pari) varð Lizette Salas og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu og hin ítalska Giulia Molinaro deildu 3. sætinu á 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á KPMG Women’s PGA Championship með því að SMELLA HÉR: