Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2021 | 18:00

LPGA: Nelly Korda sigraði á Mejers Classic

Það var Nelly Korda, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mejers Classic mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA.

Mótið fór fram dagana 17.-20. júní 2021 í Grand Rapids, Michigan.

Sigurskor Korda var 25 undir pari, 263 högg (68 – 66 – 62 – 67).

Hún átti 2 högg á þá sem næst kom, en það var annar írsku tvíburana Leona Maguire.

In Gee Chun frá S-Kóreu og hin bandaríska Brittany Altomare deildu síðan 3. sætinu á samtals 21 undir pari, hvor.

Nelly er fædd 28. júlí 1998 og er því 22 ára. Þetta er 8. sigur Nelly Korda og sá 6. á LPGA.

Sjá má lokastöðuna á Mejers Classic með því að SMELLA HÉR: