LPGA: Nelly Korda líkleg til að hljóta helstu heiðursviðurkenningarnar
Nú þegar nálgast lokin á keppnistímabilinu á LPGA, (aðeins 4 mót eftir ) á Nelly Korda möguleika á að skrá sig í golfsögubækurnar.
Í ár hefir hún sigrað á 1 risamóti, 3 öðrum mótum sem og fengið gullverðlaun á Ólympíuleikunum.
Nelly hefir tækifæri til að verða fyrsti bandaríski kylfingurinn, allt frá því Stacy Lewis tókst það, árið 2014, til að hljóta fleiri en 1 heiðursviðurkenningu í lok keppnistímabilsins.
Nelly er sem stendur nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og leiðir í næstum öllum stigalistum og er efst á peningalistanum.
Þau verðlaun og heiðursviðurkenningar sem hún er næsta örugg um að hljóta eru m.a. Rolex kylfingur ársins og CME Globe (fyrir að vera efst á þeim stigalista).
Einu verðlaunin, sem Nelly mun ekki hljóta er Vare Trophy, þar sem hún hefir ekki spilað 70 hringi eða tekið þátt í 70% móta LPGA á keppnistímabilinu, sem er skilyrði fyrir að hljóta Vare bikarinn, sem veittur er þeim kvenkylfingi með lægsta meðaltalsskorið. Ef Nelly spilar í öllum mótum sem eftir eru (s.s. fyrirhugað er) þá gæti hringjafjöldi hennar ekki orðið nema 62 í 29 mótum (59%).
Tveir aðrir kylfingar, sem næstir koma á eftir Nelly á listanum yfir lægsta meðaltalsskor (Inbee Park og Jin Young Ko) hljóta og ekki Vare bikarinn vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrðið um 70 hringi/70% af öllum mótum og það er ekki fyrr en kylfingurinn í 4. sæti sem uppfyllir öll skilyrðin, en það er Lydia Ko.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
