Na Yeon Choi.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2011 | 23:00

LPGA: Na Yeon Choi lék best á CME Group Titleholders á 1. mótsdegi

Í dag hófst lokamót LPGA, CME Group Titleholders. Það var suður-kóreanska Na Yeon Choi sem lék best allra á 66 höggum, þ.e -6 undir pari á Grand Cypress Resort, í Flórída. NY fékk 7 fugla og 1 skolla á 18. braut. Öðru sætinu deila Karrie Webb frá Ástraliu og hin bandaríska Morgan Pressel, báðar höggi á eftir NY, hvor. Í 4. sæti eru Cristie Kerr og María Hjorth á 68 höggum og 6. sætinu deila 7 stúlkur m.a. Paula Creamer, Anna Nordqvist og Sandra Gal.

Til þess að sjá stöðuna á CME Group Titleholders eftir 1. dag smellið HÉR: