Azahara Muñoz. Mynd: LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 08:25

LPGA: Muñoz og Ernst leiða eftir 1. dag Kingsmill Championship

Bandaríska stúlkan Austin Ernst leiðir á Kingsmill Championship eftir 1. dag mótsins ásamt hinni spænsku Azahara Muñoz.

Báðar léku þær í gær River golfvöll Kingsmill golfstaðarins í Williamsburg, Virginíu á 6 undir pari, 65 höggum!

Aðeins 1 höggi á eftir er hin suður-kóreanska Hee Young Park.

Síðan er hópur 7 kylfinga sem deilir 4. sætinu; voru á 4 undir pari, 67 höggum hver og eru þær allar bandarískar (t.a.m Lexi Thompson og Cristie Kerr eru í þessum hóp) en sú eina sem ekki er frá Bandaríkjunum er tælenska stúlkan Thidapa Suwannapura.

Nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, átt fremur slaka byrjun, en hún deilir 29. sæti með 18 öðrum kylfingum (þ.á.m. Stacy Lewis, Karrie WebbCharley Hull og Beatriz Recari) en allar léku þær á 1 yfir pari, 70 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: