Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2018 | 10:00

LPGA: Munaði 1 höggi að Ólafía næði niðurskurði á KPMG risamótinu!

Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, kæmist í gegnum niðurskurð á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu.

Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra en Ólafía var á 4 yfir pari.

Ólafía lék fyrri hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og var jafnvel í ágætis málum eftir fyrri 9 á 2. hring, þ.e. á sléttu pari fyrri 9 og því samtals 1 yfir pari.

Seinni 9 á 2. hring spiluðust hins vegar afar illa – Ólafía fékk aðeins 1 fugl en 4 skolla og því samtals á 3 yfir pari, 75 höggum seinni daginn.

Allt gerði þetta að verkum að Ólafía var á samtals 4 yfir pari,  148 höggum (73 75) og aðeins einu sárgrætilegu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Þetta var 15. LPGA mót Ólafíu Þórunnar og hún hefir aðeins komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð á þessu keppnistímabili.

Fyrir mótið var Ólafía í 128. sæti stigalistans en nú er fyrirsjáanlegt að hún fari niður í 129. sætið.

Þetta er allt að koma hjá Ólafíu Þórunni – það gengur örugglega betur næst!!!

Til þess að sjá stöðuna á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: