Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2015 | 11:00

LPGA: Morgan Pressel og Mirim Lee efstar í hálfleik Kia Classic

Morgan Pressel jafnaði vallarmetið á golfvelli Aviara golfklúbbsins í gær; með glæsispili upp á 8 undir pari, 64 högg og leiðir nú í hálfleik (70 64) Kia Classic ásamt Mirim Lee frá Suður-Kóreu (65 69).

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, hvor og eiga 1 högg á  Cristie Kerr (67 68) og nýliðann Alison Lee (69 66).

Fjórir kylfingar eru síðan T-5 á samtals 8 undir pari; þ.e. sigurvegari s.l. viku Hyo Joo Kim,Brittany Lang frá Bandaríkjunum, Maria Hernandez frá Spáni og Sakura Yokomine frá Japan.

Nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Lydia Ko er T-8 ásamt nr. 3 á kvenkylfingsheimslistanum, Stacy Lewis, og Alison Walshe, en þær þrjár hafa allar spilað á samtals 7 undir pari, hver.

Nr. 2 á heimslistanum heldur sér líka meðal þeirra efstu er á samtals 6 undir pari.

Þetta var svo sannarlega stresslaust,“ sagði Pressel eftir hringinn. „Ég hitti næstum allar brautir og ég held að ég hafi hitt 16 eða 17 flatir á (tilskyldum höggafjölda) og var bara í fuglafæri á næstum hverri holu.  Ég sló bara þangað sem ég vildi í dag. Það er svolítið síðan að ég hef verið svona örugg með hvert boltinn ætti að fara og svo var það ágætt að sveifla frjálslega þarna úti í dag og fá þær niðurstöður sem ég fékk.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Kia Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Kia Classic SMELLIÐ HÉR: