
LPGA: Momoko Ueda sigurvegari Mizuno Classic
Það var japanska stúlkan Momoko Ueda, sem sigraði á Mizuno Classic mótinu í Japan. Hún spilaði hringina 3 á samtals -16 undir pari (67 64 69) líkt og Shashan Feng frá Kína (68 67 65).
Það kom því til umspils á milli Momoko og Shashan, þar sem heimakonan, Momoko, hafði betur með fugli á 3. holu umspils.
Þetta er í 2. sinn sem Momoko sigrar á Mizuno Classic, en fyrra skiptið var 2007. Fyrir sigur sinn hlaut Momoko $ 180.000,-
Hér má sjá myndbandsupptöku af Momoko á 2. hring sínum í mótinu, þar sem hún var á 64 högga glæsiskori. Sérlega glæsilegur á þeim hring var fuglinn sem hún fékk á 18. braut með chippi beint ofan í holu. Til þess að sjá myndskeiðið smellið HÉR:
Í 3. sæti var sú sem átti besta hring dagsins á Kintetsu Kashikojima golfvellinum , 64 högg og var 1 höggi frá því að taka þátt í umspilinu var Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu (69 68 64).
Catriona Matthew frá Skotlandi (67) og Teresa Lu frá Taíwan (67) deildu 4. sæti á -13 undir pari, og bandarísku stúlkurnar Stacy Lewis (65) og Mina Harigae (69) voru höggi á eftir ásamt Sakura Yokomine (70), frá Japan.
Til þess að sjá skor eftir 3. og lokadag Mizuno Classic smellið hér: ÚRSLIT
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster