Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2011 | 09:00

LPGA: Momoko efst þegar Mizuno Classic er hálfnað

Það eru 3 japanskar stúlkur, sem raða sér í 3 efstu sætin á Mizuno Classic þegar mótið er hálfnað: Í 1. sæti er Momoko Ueda (á mynd) á 131 höggi (66 64).

Momoko Ueda á 2. hring Mizuno Classic í dag

Í 2. sæti er Sakura Yokomine á 134 höggum (71 63) og 3. sætinu deila þær Mayu Hattori frá Japan, Mina Harigae (sem er japanskættuð stúlka frá Bandaríkjunum) og síðan Shanshan Feng frá Kína, á 135 höggum hver. Til þess að sjá stöðuna á mótinu smellið HÉR: