Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 22:00

LPGA: Mögnuð Ólafía T-3 eftir fyrri dag Texas Classic!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var aldeilis hreint stórglæsileg á 1. hring VOA LPGA Texas Classic!!!

Hún lék hringinn á 5 undir pari, 66 höggum og er í 3. sæti fyrir lokarhringinn!!!  Æðisleg!!!

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 1 örn, 5 fugla og 2 skolla.

Aðeins Jenny Shin og Sung Yun Park frá S-Kóreu léku einu höggi betur en Ólafía Þórunn, sem deilir 3. sætinu með Moriyu Jutanugarn frá Thaílandi.

Til þess að sjá stöðuna í VOA LPGA Texas Classic SMELLIÐ HÉR: