Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 10:00

LPGA: Mirim Lee sigurvegari Kia Classic

Það var Mirim Lee frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurveegari á Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu.

Sigurskorið var 20 undir pari, 268 högg (68  68  67 65).  Fyrir sigurinn hlaut Lee $ 270.000,-

Lee átti heil 6 högg á þær sem næstar komu en það voru landa hennar So Yeon Ryu og Austin Ernst frá Bandaríkjunum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Kia Classic SMELLIÐ HÉR: