Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 18:30

LPGA: Mirim Lee sigraði á Reignwood LPGA Classic

Mirim Lee frá Suður-Kóreu hafði betur gegn þeim Caroline Hedwall og Stacy Lewis, sem voru helstu keppinautarnir á lokasprettinum á Reignwood LPGA Classic í gær.

Mótið fór fram á golfvelli Reignwood Pine Valley Golf Club, sem er par-73 og  í Nankou, Peking í  Kína.

Þetta er 2. sigur Mirim Lee á LPGA á aðeins 2 1/2 mánuði.

Lee lék samtals á 15 undir pari, 277 höggum (70 68 70 69).

Í 2. sæti varð Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, 2 höggum á eftir Lee og í 3. sæti voru Haeji Kang, Brittany Lang og  Inbee Park, enn öðru höggi á eftir.

Stacy Lewis, sem var var annar helsti keppinautur Mirim Lee á lokahringnum lauk keppni í 6. sæti sem hún deildi með Mi Hyang Lee, en Lewis átti ekki roð við framangreindu kylfingunum með lokahring upp á 75.

Sjá má lokastöðuna á Reignwood LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: