Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2014 | 09:20

LPGA: Mirim Lee sigraði á Meijer´s Classic í Michigan

Það var LPGA nýliðinn Mirim Lee sem sigraði á Meijer´s Classic mótinu, sem fram fór nú um helgina á golfvelli Blythefield CC, í Grand Rapids, Michigan.

Lee varð að hafa fyrir sigrinum því að loknum hefðbundnum 72 holu leik voru hún og Inbee Park jafnar, höfðu báðar spilað á samtals 14 undir pari, 270 höggum; Mirim Lee (70 64 67 69) og Inbee Park (66 66 68 70).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Mirim betur á 2. holu, en byrjað var að spila 18. holu og síðan 17. holu, sem báðar eru par-4 holur.

Á þeirri fyrstu (18. holu) fengu báðar par en á 17. vann Mirim Lee með fugli meðan Inbee Park tókst að eins að fá annað par.

Í 3. sæti í mótinu varð norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 13 undir pari. Í því 4. á 10 undir pari japanska stúlkan Haru Nomura og 3 skiptu með sér 5. sætinu á samtals 9 undir pari, hver : Sandra Gal frá Þýskalandi; Amy Yang frá Suður-Kóreu og önnur af voru „kære nordiske venner“ Line Vedel frá Danmörku.

Lokastaðan á Meijers Classic SMELLIÐ HÉR: