Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2020 | 14:00

LPGA: Mirim Lee sigraði á ANA Inspiration

Það var Mirim Lee sem sigraði á ANA Inspiration risamótinu eftir bráðabana við Brooke Henderson og Nelly Korda.

Allar voru þær stöllur á 15 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana og þar hafði Lee best.

Fyrir sigurinn hlaut Lee $465.000 (eða tæp 63 milljónir íslenskra króna).

Mótið fór að venju fram í Mission Hills CC, nú dagana 10.-13. september og lauk því í gær.

Lexi Thompson var ein í 4. sæti á samtals 13 undir pari og Stacy Lewis í 5. sæti á 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á ANA Inspiration 2020 með því að SMELLA HÉR: