Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2017 | 01:00

LPGA: Mirim Lee leiðir f. lokahringinn á Kia Classic – Hápunktar 3. dags

Það er hin suður-kóreanska Mirim Lee sem leiðir fyrir lokahring Kia Classic mótsins, þar sem Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Mirim Lee er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (68 68 67).

Í 2. sæti er landa Lee, Mi Jung Hur 1 höggi á eftir og þriðja sætinu deila enn ein stúlkan frá S-Kóreu, In Gee Chun, en þriðja sætinu deilir hún með Cristie Kerr, en báðar hafa spilað á 10 undir pari, 206 höggum.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: