Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2015 | 09:00

LPGA: Mirim Lee efst á Kia Classic e. 1. dag

Það er Mirim Lee sem er efst eftir 1. dag Kia Classic mótsins, sem er mót vikunnar á LPGA-mótaröðinni.

Mótið fer fram í Carlsbad, Kaliforníu.

Mirim lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum.

Í 2. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, aðeins 1 höggi á eftir Mirim og 3. sætinu deila 4 glæsikylfingar, núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, Cristie Kerr, ástralska golfdrottningin Karrie Webb og kínverska nýstirnið Xiyu Lin.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kia Classic SMELLIÐ HÉR: