Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2022 | 20:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup

Það var hin ástralska Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar hjá LPGA: Cognizant Founders Cup.

Sigurskor Lee var 19 undir pari, 269 högg (67 – 63 – 69 – 70). Fyrir sigurinn hlaut Minjee $ 450.000,-

Í 2. sæti varð Lexi Thompson á samtals 17 undir pari og þriðja sætinu deildu þær Angel Yin og Magdalea Sägstrom frá Svíþjóð á samtals 16 undir pari, hvor.

Mótið fór fram dagana 12.-15. maí 2022 í Upper Montclair Country Club Cliffton, New Jersey.

Sjá má lokastöðuna á Cognizant Founders Cup með því að SMELLA HÉR: