Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 10:45

LPGA: Minjee Lee sigraði á Blue Bay LPGA

Það var hin ástralska Minjee Lee sem sigraði á móti vikunnar á LPGA, þ.e. Blue Bay LPGA mótinu, sem fram fór í Hainan í Kína og lauk nú í morgun.

Mótið stóð dagana 20.-23. október 2016.

Minjee Lee lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (65 67 73 70). Þetta er 2. sigur Lee á LPGA á 2016 keppnistímabilinu.

Í 2. sæti varð hin bandaríska Jessica Korda aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, enn öðru höggi á eftir.

Þessar þrjár fyrrgreindu voru einu keppendurnir sem voru samtals á tveggja stafa tölu undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Blue Bay LPGA SMELLIÐ HÉR: