Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2017 | 07:00

LPGA: Michelle Wie efst e. 1. dag í Singapore

Michelle Wie er efst eftir 1. dag HSBC Women´s Champions.

Wie lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti er hópur 5 kylfinga þ.á.m. Anna Nordqvist og Inbee Park, en allar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda en hún keppir næst á móti í Phoenex í Bandaríkjunum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag HSBC Women´s Champions með því að SMELLA HÉR: