Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 09:45

LPGA: Mi Hyang Lee sigraði á Mizuno Classic

Það voru kylfingar frá Asíu sem röðuðu sér í 8 af 12 efstu sætumMizuno Classic.

Þrjár voru efstar og jafnar eftir hefðundnar 54 holur: Ilhee Lee  og Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og heimakonan Kozuma Kotono frá Japan; allar búnar að spila á 11 undir pari, 205 höggum.

Það kom því til bráðabana milli þeirra þriggja og þar hafði Mi Hyang Lee best í 5. skipti sem par-4 18. holan var spiluð en Mi Hyang vann með fugli meðan hinar fengu par.

Níu kylfingar deildu 4. sætinu; þ.á.m. Laura Davies og Jessica Korda; en allir léku kylfingarnir 9 á samtals 10 undir pari, hver og voru því aðeins 1 höggi frá því að komast í bráðabanann.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR: