LPGA: Mamma Lexi greindist m/ krabbamein
Það var harla óvenjulegt að Lexi Thompson skyldi ekki birtast til þess að gefa viðtöl í fjölmiðlamiðstöðinni, fyrir KPMG Women’s PGA Championship, þ.e. KPMG risamótið, sem er 2. kvenrisamótið á 2017 keppnistímabilinu.
Umboðsmaður Thompson sagði að hún væri þreytt vegna nokkurs, sem hún væri að fást við utan vallar.
Undarleg skýring umboðsmannsins skýrðist nokkuð þegar Golfweek.com birti í fyrradag frétt um að móðir Lexi, Judy, væri í meðferð við leghálskrabba.
„Þetta hafa verið niðurbrjótandi fréttir fyrir alla Thompson fjölskylduna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi og bræðra hennar, Curtis og Nicholas í viðtali við Beth Ann Nichols á Golfweek.
Mamma Lexi, Judy, sem hafði áður þurft að kljást við brjóstakrabbamenn, fann fyrir einkennum (leghálskrabbans) í maí s.l., sömu viku og Lexi sigraði á Kingsmill Championship. Læknarnir tóku sýni og greindu Judy með krabbamein og hún gekkst síðan undir hnífinn 6. júní til þess að fá æxli fjarlægt.
Lexi, 22 ára, hefir varið síðustu viku heima í Flórída með móður sinni og fylgt henni í geislameðferðir. Judi mun fara í enn eina geislameðferð í þessari viku og vonast til að geta séð dóttur sína (Lexi) keppa á 3. risamóti kvennagolfsins, þ.e. U.S. Women’s Open nk. júlí.
Skv. Kreusler, er Judy Thompson sögð hafa tekið það sérstaklega fram við Lexi að hún vildi að hún héldi áfram að keppa meðan hún væri í meðferð.
Lexi, sem spáð er sigri af mörgum á KPMG risamótinu, á verulega erfitt með að einbeita sér eingöngu að golfinu, meðan móðir er svona veik og gæti þetta verið ástæðan fyrir að henni tekst ekki að sigra í risamótinu!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
