Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 23:43

LPGA: Lydia Ko yngst til að verða nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga

Jafnvel þó Na-yeon Choi hafi sigrað á fyrsta móti LPGA í ár, 2015, Coates Golf Championship, þá varð Lydia Ko nú í kvöld sú yngsta í golfsögunni til þess að komast í efsta sæti Rolex heimslista kvenna, aðeins 17 ára.

Lydia Ko leiddi fyrir lokahringinn í dag í Ocala, Flórída, en gat ekki tryggt sér sigurinn.

Hún varð í 2. sæti ásamt þeim Jessicu Korda og Ha-na Jang, aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum.

Það var skrambi á 17. holu sem kostaði Ko sigurinn.

En Ko fer engu að síður upp fyrir Inbee Park á Rolex-heimslistanum…. beinustu leið í 1. sætið!

Sjá má lokastöðuna á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR: