LPGA: Lydia Ko vann CME Group Tour Championship í bráðabana – hlaut $1 milljón í Race to the CME Globe – Lewis leikmaður ársins og hlaut Vare Trophy!!!
Lydia Ko paraði 4. holu bráðabanans í gær og vann þar með Solheim Cup stjörnuna spænsku, Carlotu Ciganda og sigraði CME Group Tour Championship.
Ko var á 4 undir pari, 68 höggum á lokahringnum í Tiburon Golf Club í The Ritz-Carlton Golf Resort og var efst og jöfn þeim Carlotu Ciganda og Julietu Granada frá Paraguay á samtals 10 undir pari, 278 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og Granada féll út strax á 2. holu þegar hún fékk skolla.
Þetta var enn einn sigur hjá Ko á alveg ótrúlegu nýliðaári hennar á LPGA. Þetta er 5. sigur á ferli hinnar 17 ára Ko og þriðji sigur hennar á þessu keppnistímabili LPGA. Með þessum sigri vann Ko líka CME Globe titilinn en honum fylgir mjög efirsóttur $1 milljóna pottur.
„Ég virkilega hugsaði ekkert um þetta,“ sagði Ko eftir sigurinn á the Race to the CME Globe. „Jafnvel þegar ég spilaði þarna úti í dag (þ.e. í gær) þá setti ég mér bara það markmið að ná eins mörgum fuglum og hægt væri og skemmta mér.“
Ciganda, sem var í efsta sæti ásamt Granada í hálfleik var á 2 undir pari 70 höggum á lokahringnum og Granada sem leiddi alla 3 fyrstu mótsdagana var á 1 undir pari, 71 höggi, lokahringinn.
Bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel var næst þremenningunum en hún spilaði á samtals 8 undir pari, 280 höggum og var á 72 höggum lokahringinn í gær (sunnudag).
Sigurvegari U.S. Women’s Open risamótsins í ár Michelle Wie (70) og Sandra Gal (72) deildu 5. sætinu.
Nr. 2 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis (71) lauk keppni jöfn öðrum í 9. sæti á samtals 4 undir pari, 284 höggum, en hún varð líka í 2. sæti í Race to the CME Globe. Lewis var jafnframt valin leikmaður ársins á LPGA, hlaut Vare Trophy og var efst á peningalistanum. Vare Trophy er veittur þeirri sem er með lægsta meðaltalsskorið á LPGA á keppnistímabili.
Allar 4 holur bráðabanans á CME Group Tour Championship voru leiknar á par-4 18. holunni.
Allar voru á braut á fyrstu holu bráðabanans. Granada sló aðhögg sitt hægra megin við flötina og Ko gerði það sama en var aðeins nær. Ciganda var heldur stutt en náði sér á strik og náði að skrambla fyrir pari. Granada og Ko tvípúttuðu og voru því báðar einnig á pari og þurfti að spila holuna í 2. sinn.
Allar voru aftur á braut. Granada var heldur löng í aðhöggi sínu og boltinn rúllaði af flötinni að aftan, meðan báðar Ko og Ciganda voru á flöt. Granada púttaði utan flatar og var allt of stutt og báðar Ciganda og Ko misstu fugla sína. Granada missti síðan par-pútt sitt meðan báðar Ciganda og Ko settu niður par-púttin sín og Granada því úr leik.
Það leit út fyrir að Ciganda myndi ganga af flöt með titilinn á 3. holu bráðabanans þegar aðhögg hennar var u.þ.b. 2 metra frá holu og Ko var aftur vel til hægri á flötinni aftur. Ko tvípúttaði fyrir pari og Ciganda missti fuglapúttið sitt til hægri og aftur urðu þær stöllur að fara á 18. teig og spila holuna í 4. sinn.
Ko gerði sömu hluti og áður sló hægra megin við holuna. Aðhögg Ciganda misheppnaðist var of stutt og bolti hennar rúllaði í hindrun hægra megin í runna nálægt vatni.
Ciganda gat ekki gert annað en að chippa bolta sinn til vinstri og slá á flöt í 4. höggi en á flöt setti Ko næstum niður langt fuglapútt, sem hún missti en þurfti bara rétt að snerta boltann til að setja hann niður fyrir sigri!!!
„Þetta hefir verið stórt ár, alger rússíbanareið,“ sagi Ko eftir að sigur var í höfn. „Ég hef lært svo mikið á þessu ári. Þessi bráðabani er sá fyrsti fyrir mig sem atvinnumanns og ég hef lært mikið. Ég held að næsta ár verði annað skemmtilegt ár!“
Þrátt fyrir mikla pressu á sér allan daginn þá tókst Ko að vera rólegri og setti saman annan frábæran hring! Eftir 3 pör setti Ko niður fugl á 4. holu. Tveimur holum síðar þ.e. á par-5 6. holu setti Ko niður annan fugl og síðan enn annan á par-3 8. holunni. Með fuglinum á 8. holu var Ko komin í forystu á 9 undir pari.
Ko var síðan með 4 önnur pör áður en hún náði 4. fuglinum á 13. holu og var þá komin 2 högg í forystu. Ko lauk síðan keppni með 5 pörum og lauk keppni á glæsilegum skollalausum hring.
„Ég hélt að ég þyrfti aðeins að spila 72 holur en það fór svo að ég þurfti að spila 76 holur,“ sagði Ko þegar sigurinn var í höfn. „Ég er ánægð að keppnistímabilinu sé lokið, en þetta hefir verið fínt!“
Önnur mót sem Ko hefir sigrað á árinu eru the Swinging Skirts LPGA Classic og the Marathon Classic fyrr á keppnistímabilinu… Ko átti 1850 stig á Lewis til þess að ná í milljónina sem keppt er um í the Race to the CME Globe … en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um þennan verðlaunagrip og peningaupphæðina, sem þykir fremur há í kvennagolfinu. Ko vann sér inn $500,000 ofan á milljónina þ.e. í verðlaun fyrir sigurinn í mótinu og því eru peningaverðlaunin hærri en í almennu PGA móti – en peningaverðlaun á karlamótaröðinni eru mun hærri en á LPGA. Keppnistímabili LPGA Tour er nú lokið, það eina sem eftir er á árinu er lokaúrtökumótið þar sem keppa þær sem þurfa að ávinna sér keppnisrétt á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil. Lokaúrtökumótið hefst 3. desember n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



