Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:15

LPGA: Lydia Ko tekur ekki þátt í 1. mótinu 2016

Lydia Ko mun ekki taka þátt í 1. mótinu á mótaskrá LPGA Tour á þessu ári.

Það er mót á Bahamas, en hún mun þess í stað hefja keppni í ár í Flórída.

Nr. 1 á heimslistanum mun síðan snúa heim til Nýja-Sjálands, þar sem hún keppir ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í New Zealand Open.

Í vikunni þar á eftir keppir Ko í Australian Open, en óvíst er enn hvort Ólafía kemst inn í það mót.

Þjálfari Ko er David Leadbetter og hann sagði að þessi breyting á dagskrá Ko sé hvorki vegna sjúkdóms né meiðsla.