Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 01:30

LPGA: Lydia Ko sigraði á Swinging Skirts LPGA Classic

Það var hin 17 ára, nýsjálenska Lydia Ko sem vann sinn 3 sigur á LPGA mótaröðinni nú fyrr í kvöld.

Áður hefir Ko tvívegis sigrað á CN Canadian Open (í fyrra skiptið 26. ágúst 2012 og síðara skiptið 25. ágúst 2013).  17 ára er Ko komin með 3 sigra á LPGA!

Þetta er fyrsti sigurinn sem ekki vinnst síðsumars í Kanada hjá Ko, reyndar kemur þessi 3 dögum eftir að hún varð 17 ára og hún er sú yngsta á LPGA til að vera með 3 sigra!

Ko lék á samtals  12 undir pari, 276 höggum (68 71 68 69).  Fyrir sigurinn hlaut Ko $270,000.

Einu höggi á eftir varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna: Stacy Lewis, sem lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 69 68 71).

Í 3. sæti varð Jenny Shin á samtals 10 undir pari og 4. sætinu deildu danska stúlkan Line Vedel, nr. 1 á heimslista kvenna Inbee Park og kínverska stúlkan Shanshan Feng, allar á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: