Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2016 | 12:00

LPGA: Lydia Ko m/tækifæri á sigri í 3 risamótum

Lydia Ko, 19 ára,  á tækifæri á að gera nokkuð sem aldrei hefir verið gert áður í sögu LPGA.

Hún er með 1 höggs forystu á 2. risamóti ársins í kvennagolfinu, KPMG Women’s PGA Championship, sem fram fer í Sahalee Country Club í Washington.

Hún er samtals búin að spila á 2 undir pari 211 höggum og á högg á Gerinu Piller og bandaríska kylfinginn Brittany Lincicome.

Ef Ko tekst að landa sigrinum verður hún sú yngsta til þess að vinna 3 risamót í röð á LPGA.

Ko heldur sér á jörðinni, en hún sagði m.a. eftir að ljóst var að hún var í forystu fyrir lokahringinn að hún hugsaði ekki mikið um forystuna, sem hún hefði.

Til þess að sjá stöðuna á KPMG Women’s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: