Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2018 | 18:00

LPGA: Lokahringur lokaúrtökumótsins formsatriði hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék lokahringinn á lokaúrtökumóti LPGA á 80 höggum og lauk keppni T-93.

Samtals lék Ólafía Þórunn þetta úrtökumótsmaraþon á 28 yfir pari, 604 höggum (76 77 72 75 78 74 72 80).

Það var aðeins formsatriði að ljúka leik í mótinu en ljóst var að hún yrði ekki meðal efstu 45 og er því ekki með keppnisrétt á LPGA á næsta ári.

Ljóst var að Ólafía Þórunn yrði að fara í lokaúrtökumótið eftir að henni tókst ekki að halda sér meðal 100 efstu á stigalista LPGA, en hún endaði í 139. sæti stigalistans.

Vinkona Ólafíu Þórunnar frá háskólaárunum í Wake Forest og frænka Tiger, Cheyenne Woods, dansar á niðurskurðarlínunni í lokaúrtökumótinu og verður spennandi að fylgjast með hvort hún komist í hóp 45 efstu!

Til þess að sjá lokastöðuna á lokaúrtökumóti LPGA 2018 SMELLIÐ HÉR: