Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 07:00

LPGA: Lokaholurnar léku Ólafíu grátt!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og á LPGA komst ekki í gegnum niðurskurð á Bank of Hope mótinu.

Reyndar var Ólafía nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð en hún var samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (74 76).

Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betra.

Á hringnum í gær fékk Ólafía 2 fugla og 2 skolla, en skramba á lokaholurnar tvær, par-3 17. holuna og par-4 18.holuna.

Það má því segja að lokaholunar hafi leikið Ólafíu grátt í þessu móti, en á fyrri hring fékk hún líka skramba á 18. holuna.

Hún á því harma að hefna þarna á næsta ári 🙂

Þetta er í 2. skiptið í röð sem Ólafía kemst ekki gegnum niðurskurð, en áður náði hún ekki niðurskurði í Ástralíu á ISPS Handa Women´s Australia Open.

Hins vegar hefir Ólafía það sem af er árs komist tvívegis í gegnum niðurskurð þ.e. á 1. LPGA mótinu Pure Silk Bahamas þar sem hún varð T-26 og á LET mótinu í Bonville, Ástralíu T-14.

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er Kia Classic í Carlsbad, Kaliforníu, en mótið stendur dagana 22.-25. mars 2018.

Sjá má stöðuna á Bank of Hope mótinu með því að SMELLA HÉR: