Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 20:30

LPGA: Lincicome sigraði á Pure Silk

Það var Brittany Lincicome sem stóð uppi sem sigurvegari á Pure Silk Bahamas LPGA Classic, fyrsta LPGA mótinu, sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir keppti í.

Brittany lék á samtals 26 undir pari, 266 höggum (64 65 69 68) og var að hefðbundnum leik jöfn Lexi Thompson (69 61 66 70), en Lexi átti  lægsta skorið í keppninni á 2. keppnisdegi 12 undir pari, 61 högg!!!

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-5 18. hola Ocean vallarins spiluð. Þar hafði Brittany betur, fékk fugl meðan Lexi var á pari.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Brittany Lincicome með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti varð Stacy Lewis á samtals 25 undir pari og í 4. sæti varð Gerina Piller á samtals 24 undir pari.

Þess mætti geta að allar efstu 4 hafa átt sæti í bandaríska Solheim Cup liðinu.

Vert er sérlega að geta nýliðans Nelly Korda, sem er 18 ára systir Jessicu Korda, en hún tók líkt og Ólafía Þórunn þátt í fyrsta LPGA móti sínu og gekk hreint frábærlega vel!!! Nelly hafnaði í 5. sæti ásamt thaílenska kylfingnum Pornanong Phatlum, sem m.a. deildi 20. sætinu með Ólafíu Þórunni eftir 2. keppnisdag, en Pornanong og Nelly luku keppni á samtals 21 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: