Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2023 | 18:00

LPGA: Lilia Vu sigraði á The Chevron Championship e. bráðabana v/ Angel Yin

Fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, The Chevron Championship, fór fram dagana 20.-23. apríl 2023 í The Club at Carlton Woods í The Woodlands, Texas.

Sigurvegari mótsins varð hin bandaríska Lilia Vu. (Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Vu með því að SMELLA HÉR)

Eftir hefðbundið 72 holu spil var Vu jöfn vinkonu Ólafíu Þórunnar, Angel Yin, báðar á samtals 10 undir pari, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Vu betur. Fyrir sigurinn hlaut Vu $765,000 (u.þ.b. 109 milljónir íslenskra króna).  Í 3. sæti varð síðan Nelly Korda á samtals 9 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á The Chevron Championship með því að SMELLA HÉR: