Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 03:00

LPGA: Lexi sigraði á Meijer mótinu!

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson náði upp 4 högga forskoti sem Lizette Salas hafði fyrir lokadaginn og stóðst áhlaup Gerinu Piller, sem var að reyna að vinna 1. titil sinn á LPGA, þ.e. á Meijer LPGA Classic í Grand Rapids, Michigan.

Lexi lauk lokahringnum á 6 undir pari, 65 höggum þar sem hún fékk m.a. fugl á 5 af fyrstu 8 holum sínum.

Samtals lék Lexi á 18 undir pari, 266 höggum.

Salas og Piller urðu jafnar í 2. sæti og átti Piller m.a. stórkostlegan lokahring upp á 7 undir pari þar sem hún fékk m.a. 8 fugla.

Fyrsti sigurinn hlýtur bara að vera handan við hornið hjá Piller, en þetta var 5. sigur Lexi á LPGA.

Sjá má lokastöðuna á Meijer LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: