Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 04:00

LPGA: Lexi sigraði á Honda LPGA Thailand

Það var Lexi Thompson sem stóð uppi sem sigurvegari á Honda LPGA Thailand.

Lexi lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (64 72 64 68).

Sigurtékkinn var upp á $ 240.000,- sem þætti nú heldur lítið á PGA Tour hjá körlunum þar sem þeir fá fjórfalt hærra verðlaunafé fyrir sigur.

En hvað um það sigur Lexi var glæsilegur en hún átti heil 6 högg á næsta keppanda In Gee Chun sem lék á samtals 14 undir pari.  Þriðja sætinu deildu Amy Yang og Jessica Corda á samtals 13 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á The Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings The Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR: