LPGA: Lexi og Michelle Wie leiða fyrir lokahring Kraft Nabisco Championship
Það eru þær stöllur Lexi Thompson og Michelle Wie, sem leiða fyrir lokahringinn á Kraft Nabisco Championship.
Hvorugri þeirra hefir tekist að sigra á risamóti á ferlinum. Pressan er meiri á hina 24 ára Wie að klára dæmið og rísa loks undir öllum væntingunum, sem gerðar hafa verið til hennar í um áratugaskeið. Lexi er nýorðin 19 ára og keppnist við að ná fyrsta risatitilinum fyrir 20 ára aldurinn.
Lexi hefir á sínum stutta LPGA ferli sigrað 3 sinnum, meðan Wie sem átt hefir öllu lengri feril hefir sigrað 2 sinnum. Wie hefir hins vegar oftar verið nær því að sigra á risamóti, og besti árangur hennar á risamótunum 5 eru m.a. að hafa 3 landað 3. sætinu og 1 sinni 2. sætinu (T-3 á Kraft Nabisco Championship 2006; 2. sætið á LPGA Championship 2005; T-3 á US Women´s Open 2006 og T-3 á Women´s British Open 2005), meðan besti árangur Lexi er bara einn 3. sætis árangur (á Evian Masters 2013), að vísu i færri tilraunum en Wie.
Báðar eru þær Lexi og Michelle Wie búnar að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum og hafa 2 högga forystu á Solheim Cup stjörnuna evrópsku Charley Hull og golfdrottinguna suður-kóreönsku, Se Ri Pak sem samtals er búnar að spila á 8 undir pari, hvor.
Á samtals 6 undir pari, 4 höggum á eftir Lexi og Wie eru síðan Catriona Matthew og Cristie Kerr.
Hver stendur uppi sem sigurvegari í kvðld? Er það ein af ofangreindum 6? Eða einhver allt önnur. Spennandi kvöld framundan í kvennagolfinu!
Til að sjá stöðuna eftir 3. dag Kraft Nabisco Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
